Bannerar

Vilt þú auka sýnileika þíns merkis? Þá er prentaður Banner frábær lausn til þess að grípa augu áhorfanda á viðburðum eða vegfaranda við víðfarnar götur. Fjölprent býður upp á bannera í öllum stærðum og mörgum útfærslum sem henta fyrir alla viðburði eins og til dæmis ráðstefnur, verslanir, tónleika og íþróttaviðburði.

Velja þarf efni og festingarmöguleika sem henta best þínum þörfum. Hægt er að velja bannera úr vínyl-, mesh- eða tauefni og hægt er að ganga frá bannerunum með kósum eða saumuðum vösum, allt eftir því hvað hentar þínum aðstæðum.

Vínyl bannerar

Vínyl bannerar eru endingargóðir og gerðir úr sterku vínylefni sem hentar bæði fyrir notkun innandyra sem og utandyra. Vínyl efnið skilar sterkum litum og öllum smáatriðum í prent á þínum skilaboðum. Þegar kemur að festingarmöguleikum á vínyl bannerum þá er hægt að velja á milli saumaðra vasa fyrir stangir eða kósa.

Mesh bannerar

Mesh bannerar eru gerðir úr ofnu efni sem hleypir lofti í gegnum sig og henta því vel þegar um risabannera er að ræða þar sem vindur tekur ekki í bannerinn. Mesh bannerar eru festir á sinn stað með kósum sem eru pressaðir í efnið á 75-100 sentimetra millibili.

Tau bannerar

Tau bannerar eru gerðir úr heilu pólýester fánaefni og henta best til notkunar innanhús. Efnið er létt og meðfærilegt og hægt er að þvo bannerana í þvottavél ef farið er að sjást á þeim. Efnið er hálf gegnsætt og nýtist vel ef ekki má útiloka sýn að fullu. Þegar kemur að festingarmöguleikum á tauefni þá er hægt að velja á milli saumaðra vasa fyrir stangir eða kósa með reglulegu millibili.

Hafðu samband

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða