Fánastangir

Fjölprent er stoltur einkasöluaðili Flagmore fánastanga á Íslandi. Flagmore er leiðandi framleiðandi á fánastöngum og aukahlutum fyrir fánastangir í heiminum í dag og hefur framleitt fánastangir frá árinu 1943. Flagmore hefur því mikla reynslu af framleiðslu á fánastöngum sem skilar sér í bestu glassfíber fánastöngum sem í boði eru. 

Flagmore hefur verið opinber framleiðandi fánastanga fyrir Ólympíuleikana frá árinu 2004, EM í knattspyrnu frá árinu 2012 og HM í knattspyrnu frá árinu 2014.

Framsleiðsluferli Flagmore er ISO 9001 og ISO 14001 vottað

Flagmore fánastangirnar eru framleiddar úr glassfíber efni sem er létt en á sama tíma mjög sterkt og endingargott. 6 metra stöng er 15 kg að þyngd og þolir vindstyrk að 31 m/sek með fána og vindstyrk að 63 m/sek án fána. Glassfíber heldur lögun sinni og styrk í langan tíma þar sem það myglar ekki né ryðgar.

Stærðir

Við höldum lager af fánastöngum í 6 metra, 8 metra og 10 metra lengdum. Hægt er að sérpanta stangir upp í 20 metra lengd. Einnig eru alltaf til allir auka- og varahlutir á lager. Fjárfestir þú í Flagmore fánastöng þarftu því aldrei að hafa áhyggjur af því að geta ekki nálgast varahluti ef þess þarf.

Litir

Hægt er að sérpanta fánastangir í hvaða RAL lit sem er. Að vera með fánastangir í sama lit og þitt merki fullkomar ásýnd þíns fyrirtækis.

Uppsetning

Fjölprent býður upp á uppsetningu á Flagmore fánastöngum á höfuðborgarsvæðinu þar sem við mætum með stöngina á svæðið og steypum hana í jörðina.

Pantaðu þína fánastöng

Þú getur pantað þína fánastöng hér á einfaldan og fljótlegan hátt.

Smelltu á takkan hér að neðan til að panta þína fánastöng.

Varahlutir fyrir fánastangir

Aukahlutasett fylgir hverri keyptri Flagmore fánastöng og inniheldur stálplatta til að festa í jörðu, 3 steyputeina, 40 mm bolta, 40 mm rær, band, festingu fyrir band, krækjur á band, hún og uppsetningar leiðbeiningum. Hægt er að kaupa alla hluti aukahlutasettsins staka.

Silfur húnn

Gylltur húnn

Snúra

Festing fyrir hún

Festing fyrir band

Fylgihlutapakki

Fánakrækjur

Hafðu samband

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða