Leyfum dagsljósinu að kíkja inn en engum öðrum
Einkalífið er mikilvægur hluti heimilisins og skiptir frágangur glugga öllu máli til að viðhalda því. Þar sem enginn hefur áhuga á að hafa fólk glápandi inn um gluggana hjá sér, sér í lagi ef gluggar eru á jarðhæð eða á baðherbergi, þá eru sandblástursfilmur ein allra smekklegasta og hagstæðasta lausnin. Sandblástursfilmur hindra ekki bara innsýn og veita öryggi heldur er nægilega mikið gegnsæi í þeim til að hleypa dagsljósinu í gegnum.
Náttúruleg dagsbirta í herbergi gerir það meira opið og stærra. Gluggatjöld og gardínur geta gert herbergi dimm og lokuð ásamt því að safna ryki. Því eru sandblástursfilmur nútímaleg og góð útfærsla á gluggunum. Þær safna ekki ryki og þurfa því enga sérstaka hreinsun. Þær bjóða upp á næði og öryggi án þess að fórna dagsbirtunni sem fær að streyma í gegnum.
Filmur í stað hurðaskilta
Anddyri er algengt að skreyta með sandblástursfilmum. Yfirleitt eru sett nöfn íbúa og húsnúmer í gler í útidyrahurð eða við hlið hennar ásamt fallegu munstri. Hvort sem byggingarstíllinn er nútímalegur, gregorískur eða einhversstaðar þar á milli þá eigum við munstur sem passar. Sandblástursfilma í anddyri er því að taka við af gömlu hurðaskiltunum og geta breytt hefðbundnu anddyri í meistaraverk.
Þú ræður því hvað sést
Eldhúsgluggar og sturtugler eru algengir staðir þar sem fólk vill hindra sýn að hluta en útiloka hana ekki alveg. Í eldhúsi finnst mörgum mikilvægt að geta horft út um gluggann á meðan eldað er eða hellt er upp á morgunkaffið. Á sama tíma er það ekki á óskalista margra að vera fyrir allra augum. Sandblástursfilmur sem hylja gluggann að hluta er lausnin við því. Þá er filman sett upp að augnhæð og yfirleitt með skemmtilegu munstri eða texta sem veitir rýminu nýja vídd.
Hannaðu og pantaðu á netinu
Hjá Fjölprenti getur þú hannað þína filmu með hvaða texta sem er og öllum munstrum sem við höfum upp á að bjóða. Þegar þú ert búin að hanna þína filmur þá sérðu heildarverðið og getur greitt og gengið frá pöntun.
Hægt er að velja á milli þess að fá sandblástursfilmurnar uppsettar eða að þú setur þær upp sjálf/ur. Veljir þú seinni kostinn þá erum við með ítarlegar leiðbeiningar hvernig best sé að bera sig að því.
Það er fljótlegt og ódýrt að ganga frá pöntun á heimasíðu Fjölprents. Þú stjórnar útlitinu og það sem mestu máli skiptir, þú hannar og pantar á þínum tíma. Heimasíðan er alltaf opin.