Móttökuskilti

Móttökuskilti frá Fjölprenti sameina áhrifamikla ásýnd og sjónræn áhrif fyrir allar þarfir fyrirtækja. Skiltin eru oftast útfræst úr PVC plastefni eða áli eða prentuð á límfilmu sem er límd á Foam eða álplötur. 

Allar ofantaldar aðferðir beinast þó að sama tilgangi, að veita sjónræn áhrif og bæta ásýnd fyrirtækisins, bæði fyrir viðskiptavini sem og starfsmenn.

Vel útfærðar skiltamerkingar í fyrirtækjum geta breytt látlausu umhverfi í upplífgandi, skemmtilegt og móttækilegt umhverf þar sem starfsmenn, viðskiptavinir og gestir hlakka til að ganga inn í. 

Hvort sem þú ert að setja skilti með merki fyrirtækisins fyrir ofan móttökuborð eða innrétta skrifstofuna með það að leiðarljósi að bæta ásýnd fyrirtækisins þá veitir Fjölprent heildarlausnir sem uppfylla þarfir fyrirtækja í skiltalausnum innanhús.

Fræst skilti

Oft á tíðum fer vel á því að merkja fyrirtæki með útsöguðum stöfum úr plasti, plexigleri eða áli sem eru síðan sprautaðir, tappaðir og festir á vegg. Þetta gefur merkjum og letri ákveðna vídd og skuggarnir skerpa og bæta ásýnd. 

Fræst móttökuskilti hafa þann möguleika að geta verið baklýst með LED borðum sem veitir skiltinu aukna dýpt ásamt því að draga augu viðskiptavina og gesta að skiltinu.

Foam skilti

Foam skilti er ódýr lausn til tímabundinna merkinga innanhús. Foam skiltin er hægt að fá í 3, 5 og 10 mm þykkt og skiltin eru afar létt og meðfærileg. Foam plöturnar eru með pappír beggja vegna og er því hægt að prenta á báðar hliðpar skiltisins.

Álskilti

Þegar valin eru álskilti er lang oftast notast við efni sem kallast Dibond. Dibond efnið er gert úr pólýetýlen efni og tveim þunnum álplötum sem límdar eru utan um pólýetýlen efni og myndar þannig samloku. Merkingin er prentuð á límfilmu sem er varin með sérstakri plastfilmu til að verja prentið og límfilman er síðan límd á Dibond plötuna. 

Dibond efnið er létt og sterkt efni sem gerir það að einu vinsælasta efninu í skiltabransanum og er mikið notað til að merkja fyrirtæki eða stofnanir með merkjum þess eða sem upplýsinga- og móttökuskilti. Dibond skiltin er hægt að skrúfa beint á hvaða undirlag sem er og er ryðfrítt sem gerir það að endingargóðri lausn fyrir utandyra merkingar.

Hafðu samband

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða