Öryggis og umferðarskilti

Gangstéttarskilti frá Fjölprenti eru frábær lausn fyrir fyrirtækjaeigendur sem vilja koma skilaboðum á framfæri og auka sýnileika án þess að eyða háum fjárhæðum í auglýsingar. Rétt eins og risastór flettiskilti eða LED skjáir sem ná athygli ökumanna þá geta gangstéttarskilti laðað inn í þína verslun eða veitingastað, hluta af þeim óteljandi gangandi vegfarendum sem eiga leið fram hjá hvern einasta dag. Réttur dagsins, haust útsala eða leiðbeiningar í hvaða átt þinn rekstur er, eru algengar og nytsamlegar upplýsingar sem hægt er að setja á gangstéttarskilti.

Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að því hvaða upplýsingar prýða þitt gangstéttarskilti og allir hafa þeir sama tilgang, að breyta vegfaranda í viðskiptavin.

Umferðarskilti

Fjölprent framleiðir allar gerðir umferðarskilta ásamt festingum sem hentar hverju sinni. Eingöngu er notast við hágæða efni sem uppfyllir gæðastaðla Vegagerðinnar. 

Merkingarnar eru prentaðar á 3M endurskinsfilmu sem er síðan varin með sérstakri hlífðarfilmu, prentið er að lokum límt á sýrubaðaða og saltþolna álplötu.

Umferdarskilti

Bílastæðaskilti

Bílastæðaskilti geta verið nauðsynleg á bílastæðum þar sem afmarka þarf einkastæði fyrir ákveðna íbúa, hús, fyrirtæki eða stofnanir. Hægt er að fá skiltin bæði á vegg eða staur.

Bilastaedaskilti

Öryggisskilti

Öryggisskilti eru bæði ætluð utandyra sem innandyra til að benda á mögulegar hættur á starfstöðvum, benda á aðgangsbönn sem og sýna fram á myndavélavöktun. Öryggisskiltin eru oftast fest á vegg og er letur- og litaval haft áberandi og auðlæsilegt.

Oryggissilti

Hafðu samband

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða