Skilti

Kannanir hafa sýnt fram á það að skilti fyrirtækis er mikilvægasta form markaðssetningar og auglýsinga. Að vera með rétt hönnuð og vel gerð skilti getur skipt sköpum í að ná til nýrra viðskiptavina og vísa þeim veginn inn um þínar dyr. 

Skiltin sem við framleiðum eru af mörgum toga og fara eftir þörfum viðskiptavinarins hverju sinni. Prentun, útskurður, ljós, smíði á stöndum eða einföld skilti á plötum koma til greina. Ekkert er of stórt né lítið eða of flókið eða einfalt. Við finnum lausnina með þér.

Álskilti

Þegar valin eru álskilti er lang oftast notast við efni sem kallast Dibond. Dibond efnið er gert úr pólýetýlen efni og tveim þunnum álplötum sem límdar eru utan um pólýetýlen efni og myndar þannig samloku. Merkingin er prentuð á límfilmu sem er varin með sérstakri plastfilmu til að verja prentið og límfilman er síðan límd á Dibond plötuna. 

Dibond efnið er létt og sterkt efni sem gerir það að einu vinsælasta efninu í skiltabransanum og er mikið notað til að merkja fyrirtæki eða stofnanir með merkjum þess eða sem upplýsinga- og leiðbeiningaskilti. Dibond skiltin er hægt að skrúfa beint á hvaða undirlag sem er og er ryðfrítt sem gerir það að endingargóðri lausn fyrir utandyra merkingar.

Fræst skilti

Oft fer vel á því að merkja fyrirtæki með útsöguðum stöfum úr plasti eða áli sem eru síðan sprautaðir, tappaðir og festir á vegg. Þetta gefur merkjum og letri ákveðna vídd og skuggarnir skerpa og gefa merkinu fallega ásýnd. 

Fræst útiskilti eru yfirleitt lýst á einn eða annan hátt. Vinsælt er að leggja LED borða á bakhlið útskorna merkisins sem lýsir upp skiltið þegar dimma fer. Þetta tryggir stöðugan sýnileika allan sólahringinn og þá sérstaklega yfir dimmustu mánuðina.

Ljósaskilti

Ljósaskilti eru gerð úr ljósakassa sem inniheldur Led perur til að lýsa upp framhliðina. Kassinn þarf ekki að vera ferningur eða eitthvað ákveðið form, hægt er að beygja hliðar þess til að fylgja þínu merki. Framhliðin er annað hvort gerð úr lituðu akrýl plasti eða prentaðri grafík.

Með ljósaskilti getur þú gert þitt fyrirtæki áberandi og eftirtektarvert í hvaða birtuskilyrðum sem er.

Íþróttaskilti

Það eru margir möguleikar í boði þegar kemur að því að setja auglýsingar í íþróttahús eða á íþróttavelli.

Algengast er að útbúa Dibond álskilti sem sjást iðulega í kringum íþróttavelli um allan heim. Íþróttaskilti eru yfirleitt stór og fyrirferðarmikil og verða reglulega fyrir barðinu á boltum á miklum hraða og öðru hnjaski. Dibond hentar því afar vel í þessa notkun þar sem það er létt en samt sterkt. Plöturnar eru merktar með prentaðri límfilmu sem er varin með plastfilmu til að verja prentið gegn veðri, vindum og hnjaski.

Skiltastandar

Skiltastandar geta þjónað margvíslegum tilgangi, hvort sem það er að sýna merki og þjónustu fyrirtækis eða notað sem leiðarvísir á bílastæðum stórra fyrirtækja og stofnana. 

Mikilvægt er fyrir stærri stofnanir og fyrirtæki sem hafa marga innganga að leiðbeina viðskiptavinum í hvaða átt hann á að fara.

Skiltastandarnir okkar eru alltaf unnir úr ryðfríu áli eða stáli til að koma í veg fyrir leiðinlega ryðtauma og auðvelt er að skipta út og breyta merkingum ef þess þarf.

Hafðu samband

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða