Sýningarlausnir

Ætlar þú að vera með bás á sýningu á næstunni og vilt gera þinn bás að vinsælum viðkomustað gesta? Sýningarlausnir frá Fjölprenti eru hannaðar með það í huga að gera þinn bás eftirtektarverðan og spennandi. Vel hannaður og fallegur sýningarbás sýnir fagmennsku og eykur traust á fyrirtækinu sem hann stendur fyrir. 

Að vera með réttar sýningarlausnir og merkingar skiptir höfuðmáli þegar kemur að því að laða að gangandi sýningargesti. Það þarf að undirstrika hvað er einstakt við þitt fyrirtæki, upplýsingar þurfa að vera auðskiljanlegar, fallegar að horfa á og skilja eitthvað eftir í huga gestanna. Allt frá stórum ljósmyndaveggjum að nútíma húsgögnum þá bjóðum við upp á allt sem til þarf til að gera þinn bás að vinsælum viðkomustað sýningargesta.

Bakgrunnsveggir

Í allri ringulreiðinni sem á sér stað á sýningum og vörukynningum þá er auðvelt að týnast í fjöldanum. Stattu út úr með sérmerktum ljósmyndavegg sem rammar inn þinn stand og kemur mikilvægum skilaboðum á framfæri. Allir okkar ljósmyndaveggir eru prentaðir í hámarks upplausn sem gerir þinn sýningarstand eftirtektarverðan og faglegan.

Veggirnir eru hannaðir fyrir langtíma og endurtekna notkun. Þeir eru sjálfstandandi ásamt því að vera léttir og meðfæranlegir. 

Fjölprent býður upp á bæði tauveggi og segl veggi, sem hægt er að fá með eða án LED lýsingar.

Uppsetning

Enga sérþekkingu þarf til að setja flesta bakgrunnsveggina upp og getur því þú eða þitt starfsfólk sett þá upp á nokkrum mínútum. Fjölprent býður upp á uppsetningu á flóknari og stærri veggjum.

Kynningarborð

Kynningarborðin frá Fjölprenti veita meðfærilega og hentuga lausn fyrir vörukynningar í verslunum sem og hluta af kynningarstandi á vörusýningum. Kynningarborðin eru afar einföld og fljótleg í uppsetningu. Einungis tekur nokkrar mínútur að setja borðin upp og pakka þeim saman. Borðin pakkast saman í handhæga geymslutösku sem tekur lítið pláss. Borðin afhendast með merkingu sem hægt er að skipta út að vild til að auglýsa það sem er verið að kynna hverju sinni.

Hægt er að fá borðin heil með merkingu allan hringinn, hol að innan eða með geymsluhillum fyrir vörur og bæklinga.

Uppsetning

Enga sérþekkingu þarf til að setja kynningarborðin upp og getur því þú eða þitt starfsfólk sett þá upp á nokkrum mínútum.

Hafðu samband

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða