Veggmerkingar
Veggmerking er frábær leið fyrir fyrirtæki til að tengja þema þess inn á vinnustaðinn til að auka ferskleika og bæta heildarútlit þess. Vinsælt er að merkja veggi með merki fyrirtækis, slagorði, gildum eða með tengingu við það markaðsefni sem er í gangi hverju sinni.
Hægt er að fá veggi heilmerkta með myndum og litum eða útskorna stafi og merki.
Einnig er hægt að velja á milli veggjafilmu sem situr föst á veggnum líkt og veggfóður eða filmu sem hægt er að fjarlægja auðveldlega og skilur ekkert lím eftir sig á veggnum.
Vel skreyttir og líflegir veggir skapa skemmtilegt umhverfi fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn. Hvítur veggur er ekkert annað en ómálaður strigi. Nýttu plássið og gerðu eitthvað skemmtilegt.