Roll Up

SKU: F710

Roll Up standur er frábær aðferð til þess að koma skilaboðum á framfæri ásamt því að vera eina besta og vinsælasta leiðin til að sýna sölupunkta á vörukynningum. Einnig henta þeir mjög vel í vörukynningar í búðum, námskeið, ráðstefnur, veitingastaði og svo lengi mætti telja.

Þú getur bæði hannað prentað hér á síðunni eða náð í prentskjal í raunstærð hér í “Template” flipanum, hannað inn í það í myndvinnsluforriti og bætt því við pöntunina.

Hanna eða hlaða upp

Hlaða upp útliti

Hlaða upp

← Fara til baka

Hvernig viltu ganga frá pöntun á Roll Up

Hlaða upp hönnun

  • - Ef þú ert með klára hönnun
  • - Þú getur notað template af síðunni

Nota hönnunartólið

  • - Ef þú vilt hanna sjálf/ur
  • - Prufa þig áfram með breytingar
×

Roll Up standar, stundum kallaðir Pull Up standar eða gardínur, eru ein besta færanlega auglýsingaleiðin. Gestir á vörusýningum sjá líklega ekkert jafn reglulega og Roll Up standa og það er ástæða fyrir því. Roll Up standur er frábær aðferð til þess að koma skilaboðum á framfæri ásamt því að vera eina besta og vinsælasta leiðin til að sýna sölupunkta á vörukynningum. Einnig henta þeir mjög vel í vörukynningar í búðum, námskeið, ráðstefnur, veitingastaði og svo lengi mætti telja. Roll Up standur getur haft jákvæð áhrif þína markaðsherferð með því að veita viðskiptavini stuttar en hnitmiðaðar upplýsingar um þitt merki og þína vöru eða þjónustu. Við afhendum standinn með þinni grafík, hvort sem hún er hönnuð af okkur eða þér. Efnið okkar er sterkt og sveigjanlegt, án þess að það komi brot í það. Efnið er alveg lokað (E:blockout), sem gerir það að verkum að ljós kemst ekki í gegn.

Roll Up standarnir koma í þrem breiddum: 85 cm, 100 cm og 120 cm.

Ef þú ert að leita af fyrirferðar- og kostnaðarlítilli leið til að koma þínum skilaboðum á framfæri þá eru Roll Up standar rétta leiðin.

Prentskjal 85 cm (pdf, 0KB)
Prentskjal 100 cm (pdf, 0KB)
Prentskjal 120 cm (pdf, 0KB)
Hvernig set ég Roll Up standinn saman?
Fylgdu þessum 4 auðveldu skrefum til að setja Roll Up standinn upp: 1. Opnaðu töskuna og taktu standinn úr henni ásamt stönginni. 2. Leggðu standinn á gólfið og snúðu fótunum þannig að þeir standi þvert á standinn og eru stöðugir. 3. Smelltu saman stönginni og settu hana í gatið aftan á standinum. 4. Dragðu upp prentið með báðum höndum upp úr standinum og hengdu þverslánna á stöngina.
Eru eitthvað annað sem ég þarf að hafa í huga?
Hér eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga varðandi samsetningu og frágang á Roll Up standinum. Ekki toga prentið lengra upp en hæðin á stönginni. Það getur skemmt spóluna í standinum. Farðu varlega þegar þú dregur prentið upp og einnig þegar þú dregur það aftur í standinn. Sé það dregið skakkt geta endar krumpast og rifnað. Þegar stöngin er sett í standinn skaltu passa að hún fari einnig í gegnum neðra gatið svo hún sé stöðug og standi bein.
Kemur standurinn í tösku?
Já, Roll Up standarnir koma í töskum.
Hver eru málin á stöndnum og hversu þungir eru þeir?
Við erum með 3 breiddir: 85 cm, 100 cm og 120 cm. Allir standarnir eru 200 cm að hæð. 85 cm standurinn er 2,4 kg. 100 cm standurinn er 2,6 kg. 120 cm standurinn er 3,2 kg.
Get ég notað Roll Up standinn utandyra?
Við mælum ekki með að nota þá utandyra.
Hvernig hanna ég grafík á Roll Up stand sem virkar?
Þú getur fylgt þessum punktum til að hann stand sem stendur út úr: Notaðu nægilega stórt letur svo fólk geti lesið það úr fjarlægð. Hafðu nægilegan litamun á bakgrunni og texta svo hann sé auðlesanlegur. Einbeittu þér að skilaboðunum sem skipta máli svo fólk grípi þau strax. Hafðu nægilega spássíu bæði að ofan og neðan svo mikilvæg skilaboð fari ekki undir þverslánna né inn í standinn.
Hvað tekur langan tíma að framleiða Roll Up stand?
Framleiðslutími getur verið mismunandi en er yfirleitt um 3-5 dagar.
Er hægt að skipta um prent í Roll Up standi sem ég er með?
Yfirleitt er það hægt. Prentinu í Roll Up stöndunum sem Fjölprent selur er hægt að skipta um prent.

Tengdar vörur

Hafðu samband

Drag & Drop Files, Choose Files to Upload
Shopping Cart
0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða