Um okkur

Fjolprent_fidrildi

Fjölprent sérhæfir sig í prentun fána, límmiða og auglýsingaskilta.

Framleiðsla á margvíslegum vörum með bleksprautuprentunum er kjarninn í starfseminni en einnig er í boði hefðbundin silkiprentun. Silkiprentun hefur staðist tímans tönn, enda er hún fljótleg aðferð sem gefur sérstaka áferð og endingu. Silkiprentun hentar vel við margvíslega miðaprentun sem og við prentun á fatnað og ýmsar vörur úr næloni.


Fjölprent kemur til móts við þá sem vilja einfalda pöntunarferlið og nýta sér Netið. Á vefsíðu Fjölprents geta viðskiptavinir því hannað og pantað vörur sjálfir. Fjölprent er eina fyrirtækið í sínum geira sem býður upp á slíka þjónustu.

Fjölprent var stofnað árið 1953 og hóf að sinna óskum viðskiptavina með framleiðslu á sérmerktum útifánum, borðfánum, silkiprentuðum miðum, skiltum og bílamerkingum. Starfsemin óx og dafnaði og gegnum árin hafa fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og félög notið þjónustunnar og skartað  fánum og öðrum áprentuðum vörum frá Fjölprenti.


Starfsmenn og eigendur Fjölprents búa að mikilli reynslu en jafnframt hefur fyrirtækið tileinkað sér nýja tækni og aðferðir sem hafa komið til á allra síðustu árum.


Hjá Fjölprenti fá viðskiptavinir allt það besta sem nútímalegir stafrænir bleksprautuprentarar hafa upp á að bjóða auk hefðbundinnar silkiprentunar.


Fjölprent er fyrirtæki með traustar rætur og getu til að tileinka sér nýjungar. Starfsemi Fjölprents byggir á langri reynslu við að þjónusta jaft stóra sem smáa viðskiptavini.

Fjölprent ehf.

Kt: 650609-1580
Vsk: 101868

Sími: 581-4141
Netfang: fjolprent@fjolprent.is

Norðlingabraut 14
110 Reykjavík
Ísland

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða