Vörustandar
Vörustandar eru lykilþáttur í að kynna vörur á áhrifaríkan hátt á sýningum, í verslunum og á öðrum viðburðum þar sem markmiðið er að vekja athygli og laða að viðskiptavini. Vel hannaður vörustandur setur vörumerkið þitt í forgrunn, dregur fram einstaka eiginleika vörunnar og gerir upplifun kaupenda markvissari. Með réttu útliti og uppsetningu getur vörustandur ekki aðeins aukið sýnileika heldur einnig haft bein áhrif á sölu og áhuga viðskiptavina.
Standar sem selja
Uppgötvaðu möguleikana í vörustöndum með Fjölprent. Úrvalið okkar af frístandandi lausnum er ekki aðeins hönnuð til að fanga athygli og auka sölu á sölustað – heldur einnig til að veita verslunum áhrifaríkar og eftirtektarverðar kynningarlausnir. Hvort sem þú ert að kynna nýja vöru, auglýsa sértilboð eða styrkja markaðsstarfið þitt í verslun, þá bjóðum við upp á sérsniðnar lausnir sem mæta þínum þörfum. Vörustandarnir okkar eru hannaðir til að skila hámarks sýnileika, framleiddir úr endingargóðum efnum og standast álagið í annasömu verslunarumhverfi. Veldu úr fjölbreyttum útfærslum og sjáðu hvernig lausnir okkar geta umbreytt verslunarrýminu þínu í kraftmikið sölutæki.
Gólfstandar
Klassísk og fjölhæf lausn til að kynna vörurnar þínar. Gólfstandar eru framleiddir úr traustu 4 mm bylgjupappa og eru einfaldir í samsetningu án þess að þurfa lím eða verkfæri. Þeir er fáanlegir með tveimur til fimm sterkum hillum sem veita nægt pláss fyrir vöruframsetningu. Við aðlögum stærð og útltit standanna að þinni vöru og prentum á bæði innri og ytri hliðar til að draga athygli að vörunum þínum í verslun, á sýningum eða viðburðum.
Sýnishornir hér til hliðar eru bara brot af þeim valmöguleikum sem í boði eru.
Borðstandar
Klassísk og fjölhæf lausn til að kynna vörurnar þínar. Borðstandar eru framleiddir úr traustu 4 mm bylgjupappa og eru einfaldir í samsetningu án þess að þurfa lím eða verkfæri. Þeir er fáanlegir í ýmsum útfærslum sem veita nægt pláss fyrir vöruframsetningu. Við aðlögum stærð og útltit standanna að þinni vöru og prentum á bæði innri og ytri hliðar til að draga athygli að vörunum þínum í verslun, á sýningum eða viðburðum.
Sýnishornir hér til hliðar eru bara brot af þeim valmöguleikum sem í boði eru.
Útskornir standar
Ef þú vilt eitthvað skemmtilegt og eftirminnilegt fyrir næsta viðburð, þá er útskorin persóna í fullri stærð frábær lausn sem vekur athygli og umræðu. Standurinn er prentaður á annaðhvort foam plötu eða bylgjupappa. Hann kemur prentaður á annarri hliðinni og með stöðugum fót á bakhliðinni. Uppsetning krefst engra verkfæra.
Brettahorn
Prentaðar brettahorn eru einföld og áhrifarík leið til að auka sýnileika vara í verslunum. Þær eru framleiddar í stöðluðum stærðum sem passa bæði við evrópsk (1200mm x 800mm) og bresk (1200mm x 1000mm) bretti, en einnig er hægt að sérsníða stærðir og lögun að þínum þörfum.
Brettaborðar
Brettaborðar eru frábær lausn til að merkja vörur sem standa á brettum í verslunum auk þess að fela brettin. Þessi vara var þróuð fyrir viðskiptavini sem vildu nýta hefðbundin bretti sem sýningarstall og fá faglegri framsetningu á vörum sínum.
Brettaborðar eru framleiddir úr mjúkum bylgjupappa sem vefst utan um brettin og er hægt að endurnýta.
