Gluggamerkingar
Hvort sem þú vilt búa til eftirtektarverða gluggamerkingu eða veita starfsfólki og viðskiptavinum gagnlegar upplýsingar, eru gluggamerkingar frábær leið til að koma skilaboðum áleiðis.
Gluggafilma eru mjög öflug markaðslausn. Sérstaklega í verslunarumhverfi bjóða gluggamerkingar upp á frábært tækifæri til að kynna fyrirtæki þitt og þjónustu á áhrifaríkan hátt.
Við notum eingöngu bestu mögulegu efnin
Af hverju gluggamerkingar?
Ef þú ert með verslun eða skrifstofu með gluggum, glerveggjum eða móttökuborði ættir þú nýta þetta dýrmæta pláss til að kynna tilboð, þjónustu, viðburði eða opnunartíma með prentuðum eða útskornum gluggafilmum. Gluggamerkingar geta laðað að gangandi vegfarendur sem heillast af spennandi tilboðum eða einfaldlega fallegu útliti fyrirtækisins.
Fjölprent er með margar útfærslur af prentuðum gluggamerkingum, hvort sem þær eiga að límast innan á glerið eða utan frá.
Mismunandi tegundir gluggamerkinga
Við bjóðum upp á fjórar tegundir af gluggamerkingum sem henta fjölbreyttum þörfum:
Hefðbundin límfilma – Fyrir sterka, skýra prentun með fullkominni skyggingu.
Glær límfilma– Veitir stílhreina gluggamerkingu án þess að hindra útsýni.
One way vision gluggafilma – Leyfir útsýni út á meðan hún hindrar innsýn.
Útskorin gluggamerking – Merkingin er skorin úr litafilmu og enginn bakgrunnur er í kringum stafi eða merki.
Áður en þú velur tegund er gott að íhuga hvort merkingin verði staðsett inni eða úti, hvort hún þurfi að vera útskorin, hvort hún eigi að vera prentuð venjulega eða í spegli og hvort hún eigi að veita næði eða hvort það eigi að sjást inn í kringum hana. Þegar þú veist hvað þú þarft er einfalt að velja rétta gluggamerkingu fyrir þig!
Hefðbundin gluggamerking
Hefðbundnar gluggafilmur eru algengasta tegund gluggafilmna, þær eru endingargóðar og skila frábærum prentgæðum. Gluggafilmurnar okkar eru prentað á efni með removable lími til að filmurnar skilji ekki efnir sig límleifar og skemmi ekki rúðurnar þegar þær eru hreinsaðar af. Þessi gluggamerking lokar glugganum og útilokar bæði út- og innsýn.
Glær gluggamerking
Í þessu tilfelli er prentað á glæra límfilmu sem getur verið límd utan á gluggann eða prentuð í spegli og límd innan á gluggann. Þessi aðferð hentar þegar merking þarf að vera látlaus og má ekki hindra hvorki innsýn né útsýn.
Útskorin gluggamerking
Útskornar gluggamerkingar úr litafilmum bjóða upp á einfaldan og stílhreinan hátt til að bæta lit og hönnun á gluggana. Þessar filmur eru skornar í sérsniðin form eða mynstur, sem gera þær fullkomnar fyrir texta, logo eða mynstur sem passa við fyrirtæki eða viðburð. Með þessum gluggafilmum getur þú auðveldlega aukið sjónræna ásýnd glugganna og skapað áhugaverða útlit.
One way vision gluggamerking
Gluggafilmur úr one-way vision efni leyfa þér að sjá út um gluggann og í gegnum merkinguna, en hindrar aðrir frá því að sjá inn. Þetta efni er oft notað á rúðum í strætóum, en hentar einnig frábærlega fyrir glugga í verslunum, börum og skrifstofum. Það er einnig góð lausn til að fela ófrágengna eða minna aðlaðandi staði á vinnustaðnum fyrir almenningi.
Uppsetningar
Við sjáum um faglega og nákvæma uppsetningu á gluggamerkingum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum. Hvort sem um ræðir glærar filmur, sandblástursfilmu eða sterkar auglýsingamerkingar, tryggjum við að útkoman sé fullkomin. Með okkar reynslu og sérhæfðum búnaði sjáum við til þess að merkingarnar sitji rétt, án loftbóla eða ójafna, og endist vel við íslenskar aðstæður. Láttu okkur um verkið og fáðu fallega og faglega uppsett gluggamerki sem vekja athygli og endast lengi
Hönnun og ráðgjöf
Góð gluggamerking er meira en bara logo – hún er öflug auglýsing sem laðar að viðskiptavini og styrkir ímynd fyrirtækisins. Við bjóðum upp á sérsniðna hönnun og faglega ráðgjöf til að tryggja að merkingarnar þínar skili hámarksárangri. Hvort sem þú vilt einfaldar og stílhreinar merkingar eða kraftmiklar auglýsingalausnir, vinnum við með þér að því að finna réttu útfærsluna fyrir þínar þarfir. Hafðu samband og fáðu hönnun sem skilar sér!
