Risaprentun
Risaprentun er öflug og áhrifarík leið til að auglýsa fyrirtæki, viðburði eða vörur. Við bjóðum upp á sérsniðna risaprentun, hvort sem það eru endingargóð seglprentun eða mesh sem draga athygli að skilaboðunum þínum. Með skörpum prentgæðum og sterku efni tryggjum við að prentið þitt standist veðráttu og skili hámarksáhrifum. Hafðu samband og fáðu risaprentun sem vekur athygli og kemur skilaboðum til skila!
Mesh dúkur er fullkominn fyrir stórar útiauglýsingar þar sem mikill vindur getur verið vandamál. Þeir eru úr 255 gr. ofnu PVC efni sem leyfir vind að blása í gegnum borðann (75% prenthæft yfirborð, 25% göt), sem minnkar álag á festipunkta og dregur úr líkum á rifum.
Við notum aðeins hágæða efni og umhverfisvæn blek sem þola vatn og dofna ekki, svo borðarnir haldist bjartir og skýrir í langan tíma utandyra.
Af hverju að nota mesh efni?
Mesh bannerar eru úr götóttu PVC efni sem leyfir lofti að blása í gegnum efnið. Þetta dregur úr vindmótstöðu og kemur í veg fyrir að borðinn eða festingin skemmist í sterkum vindi. Þetta gerir mesh að frábæru vali fyrir utandyra stórprentun.
Í hvaða upplausn er risaprentun prentuð?
Við miðum við að ljósmyndir séu ekki minni 150dpi og önnur grafik sé í vector.
Er mesh prentun vatnsheld?
Mesh eru hannað fyrir utandyranotjun og til að standast veðrið, hvort sem það er rigning, snjór, vindur eða sól. Mesh efnið er vatnshelt og prentlitirnir sem við notum eru bæði veðurþolnir og upplitunarvarðir. Þetta tryggir að borðinn heldur lit sínum og endist lengi, jafnvel í krefjandi aðstæðum utandyra.
Hvernig er risaprentun fest upp?
Ef prentunin er ætluð til lengri tíma eru settir upp prófílar meðfram prentinu og prentið svo klemmt í prófílinn með plast kíl.
Sé prentið ætlað fyrir tímabundna notkun eru settir kósar á efnið sem er svo hægt að strengja á sinn stað eða hengja upp.
Hversu lengi endist mesh risaprent?
Mesh prentun getur enst í 2–3 ár, en líftíminn fer eftir umhverfisaðstæðum. Prent sem eru í skugga endast almennt lengur en það sem eru stöðugt undir beinu sólarljósi. Með réttri umhirðu og staðsetningu getur þú hámarkað endingartíma borðans og haldið honum fallegum lengur.
Er hægt að prenta beggja vegna?
Við prentum aðeins á aðra hliðina á meshinu. Vegna smárra gata í efninu fer ljós í gegnum borðann, sem gerir hann hálfgegnsæjan. Þetta tryggir skýr og skörp prentgæði á annarri hliðinni án truflana frá bakhliðinni.
