Ljósastandur er lausn sem grípur athyglina og tryggir að skilaboðin þín njóti sín til fulls. Með fallegri hönnun á viðráðanlegu verði hentar hann fyrir alls kyns viðburði og auglýsingar. Notaðu vegginn stakann eða tengdu saman fleiri til að skapa áberandi bakvegg á sýningarstað. Innbyggð LED-lýsing í hliðunum tryggir að auglýsingin þín skín skært, hvar sem hann er staðsettur.
Fljótleg og einföld uppsetning
Ljósastandur er færanlegt ljósaskilti sem er sérlega hentugt fyrir viðburði og sýningar. Uppsetningin er einföld og verkfæralaus, og innan nokkurra mínútna er standurinn tilbúinn til notkunar. Að viðburði loknum er auðvelt að pakka honum saman í töskuna, tilbúinn fyrir næsta tækifæri.
Auðvelt að skipta um grafík
Hvort sem þú notar ljósastandinn fyrir sýningar, kynningar eða vörukynningar í verslunum, þá er einfalt að breyta skilaboðunum þínum með Silicone Edge Graphics kerfinu. Þú þarft ekki að fjárfesta í nýjum standi – pantaðu einfaldlega nýtt prent fyrir næsta viðburð eða auglýsingaherferð. Prentinu er auðvelt að skipta út, þannig að skilaboðin þín eru alltaf fersk og áberandi.
Tengdu saman fleiri en einn stand og skapaðu stóran ljósavegg
Ljósastandurinn býður upp á segulfestingar á hliðunum, sem gerir þér kleift að tengja saman margar einingar og skapa glæsilegan upplýstan bakvegg.
Ljósastandarnir okkar eru með prenti á báðum hliðum, sem tryggir hámarks sýnileika frá öllum sjónarhornum. Með tvöföldu prenti nýtur auglýsingin þín sín til fulls, sama hvar standurinn er staðsettur.








