Ljósastandur

SKU: F770-11x1x2
  • Segul festingar á hliðum til að festa standa saman.
  • Einföld uppsetning sem þarfnast engra verkfæra.
  • Einföld og fljótleg ísetning eða útskipti efnis (SEG)
  • 80 mm rammi

Þú getur bæði hannað prentað hér á síðunni eða náð í prentskjal í raunstærð hér í “Template” flipanum, hannað inn í það í myndvinnsluforriti og bætt því við pöntunina.

Hanna eða hlaða upp

Hlaða upp útliti

Hlaða upp

← Fara til baka

Hvernig viltu ganga frá pöntun á Ljósastandur

Hlaða upp hönnun

  • - Ef þú ert með klára hönnun
  • - Þú getur notað template af síðunni

Nota hönnunartólið

  • - Ef þú vilt hanna sjálf/ur
  • - Prufa þig áfram með breytingar
×

Ljósastandur er lausn sem grípur athyglina og tryggir að skilaboðin þín njóti sín til fulls. Með fallegri hönnun á viðráðanlegu verði hentar hann fyrir alls kyns viðburði og auglýsingar. Notaðu vegginn stakann eða tengdu saman fleiri til að skapa áberandi bakvegg á sýningarstað. Innbyggð LED-lýsing í hliðunum tryggir að auglýsingin þín skín skært, hvar sem hann er staðsettur.

Fljótleg og einföld uppsetning

Ljósastandur er færanlegt ljósaskilti sem er sérlega hentugt fyrir viðburði og sýningar. Uppsetningin er einföld og verkfæralaus, og innan nokkurra mínútna er standurinn tilbúinn til notkunar. Að viðburði loknum er auðvelt að pakka honum saman í töskuna, tilbúinn fyrir næsta tækifæri.

Auðvelt að skipta um grafík

Hvort sem þú notar ljósastandinn fyrir sýningar, kynningar eða vörukynningar í verslunum, þá er einfalt að breyta skilaboðunum þínum með Silicone Edge Graphics kerfinu. Þú þarft ekki að fjárfesta í nýjum standi – pantaðu einfaldlega nýtt prent fyrir næsta viðburð eða auglýsingaherferð. Prentinu er auðvelt að skipta út, þannig að skilaboðin þín eru alltaf fersk og áberandi.

Tengdu saman fleiri en einn stand og skapaðu stóran ljósavegg

Ljósastandurinn býður upp á segulfestingar á hliðunum, sem gerir þér kleift að tengja saman margar einingar og skapa glæsilegan upplýstan bakvegg.

Ljósastandarnir okkar eru með prenti á báðum hliðum, sem tryggir hámarks sýnileika frá öllum sjónarhornum. Með tvöföldu prenti nýtur auglýsingin þín sín til fulls, sama hvar standurinn er staðsettur.

Ljósastandur (pdf, 0KB)
Hvernig set ég upp ljósastandinn?
Uppsetning er mjög einföld og fljótleg. Horfðu á myndbandið í flipanum hér til hliðar til að sjá uppsetninguna.
Kemur ljósastandurinn í tösku?
Já, standurinn kemur í veglegri tösku með hlífðarplasti til að verja hann í flutningum.
Hver er stærðin á prentinu í standinum?
Sýnilegur prentflötur er 100 cm á breidd og 200 cm á hæð. Í flipanum hér til hliðar getur þú nálgast template í raunstærð.
Hversu þungur er ljósastandurinn?
Standurinn er 6,9 kg.
Get ég notað ljósastandinn utandyra?
Við mælum ekki með því. Hvorki prentið né standurinn er hannað til að notast utandyra.
Hversu langan tíma tekur að fá pöntunina afhenta?
Framleiðslutíminn tekur alla jafna 5-7 virka daga.
Er hægt að fá nýtt prent í ljósastand sem ég á?
Já, þú getur valið "bara prent" í pöntunarferlinu.

Tengdar vörur

Hafðu samband

Drag & Drop Files, Choose Files to Upload
Shopping Cart
0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða