Vöruskil og endurgreiðslur

Vöruskil og endurgreiðslur

Fjolprent_fidrildi

Þó við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að skila pöntuninni þinni fullkominni til þín, getur alltaf eitthvað klikkað. Við erum staðföst í að gera reynslu þína af Fjölprenti sem allra besta svo þú komir aftur og aftur til okkar og jafnvel mælir með okkur við vini og kunningja. Því höfum við ákveðið að styðja þétt við bakið á þér komi eitthvað uppá.

Fyrsta skref: Láttu okkur vita

Ef þú sérð eitthvað athugavert við vöruna sem þú pantaðir, láttu okkur vita sem allra fyrst (innan 30 daga frá móttöku) með því að hringja í símanúmerið 581-4141 eða senda okkur póst á netfangið fjolprent@fjolprent.is. Með póstinum þarf að fylgja reikningsnúmer, sem þú sérð í reikningnum sem fylgdi pöntuninni.

Annað skref: Lagfæringin

Ef mistökin urðu í framleiðsluferlinu okkar, endurprentum við pöntunina þína og sendum þér hana innan okkar 5 daga framleiðslutíma, þér að kostnaðarlausu.

Ef mistökin urðu þín megin getum við því miður ekki endurgreitt pöntunina eða endurprentað endurgjaldslaust. Hinsvegar erum við boðin og búin að aðstoða þig við endurpöntun til þess að ná vörunni fullkominni.

Skemmd í sendingu

Fjölprent notar Íslandspóst í allar sendingar. Ef pöntunin þín skilar sér ónýt eða illa farin, munum við vinna með Íslandspósti í málinu.

Vöruskil og endurgreiðsla

Ekki er boðið upp á endurgreiðslu á sérunnum vörum sé enginn framleiðslugalli.

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða