Roll Up standur er frábær aðferð til þess að koma skilaboðum á framfæri á vörusýningum, ráðstefnum, námskeiðum ásamt því að vera eina besta og vinsælasta leiðin til að sýna sölupunkta á vörukynningum. Hér má lesa færslu um kosti þess að eiga roll up stand í vopnabúrinu.

Að vera með fallega og skilvirka hönnun á Roll Up standinum er mjög mikilvægt til þess að standurinn skili sínu hlutverki sem best. Roll Up standurinn á að fá sömu meðferð og allar aðrar markaðsaðferðir. Mikilvægt er að líta á hönnun á standinn með sömu augum og verið sé að hanna auglýsingu í blað eða í sjónvarp. Roll Up standur er jú enn ein leiðin til þess að koma þínu merki eða þínum skilaboðum á framfæri og grípa athygli tilvonandi viðskiptavinar. Það er því mikilvægt að hönnunin sé áhrifarík í því hlutverki og skili því vel.

Hér fyrir neðan eru 5 hagnýt ráð sem þú ættir að hafa í huga við hönnun á Roll Up standi:

1.Byrjaðu á að setja merkið efst: Notaðu efsta hluta standsins til þess að sýna merkið þitt ásamt mikilvægastu skilaboðunum. Gott er að hafa mikilvægustu skilaboðin í augnlínu viðskiptavinarins, hvort sem það er heimasíða, slagorð eða vörumynd er mikilvægt að hafa þær upplýsingar í þeirri hæð sem er líklegust til þess að grípa athygli þeirra sem ganga fram hjá standinum.

 

2.Hugsaðu frá vinstri til hægri: Neytendur eru vanir því að lesa að ofan og niður og frá vinstri til hægri, gott er að hafa það í huga þegar fylla á standinn af upplýsingum. Einnig er mikilvægt að að hafa einungis nauðsynlegar upplýsingar á standinum og yfirfylla ekki standinn af texta. Mundu að standurinn þarf ekki endilega að sýna allar upplýsingar heldur grípa athyglina og draga viðskiptavina að þér og þínu starfsfólki.

 

3.Myndir: Ef þú ætlar að hafa ljósmyndir á standinum, passaðu vel upp á að myndirnar séu í nægri upplausn. Þær ættu að vera í það minnsta 300 dpi (dots per inch) og vistaðar sem CMYK. Ekki taka mynd beint af netinu og setja hana beint í hönnunina því hún er að öllum líkindum í lélegum gæðum og vistuð sem RGB (nema annað sé tekið fram).

 

4.Litir: Litaval er annar mikilvægur hlutur í hönnun á roll up standi. Litir spila stórt hlutverk í því hvort þinn standur standi út úr eða ekki. Litirnir þurfa að vera þeir sömu eða passa vel við þá liti sem fyrir eru í þínu markaðsefni og að sjálfsögðu í merkinu þínu. Mikilvægt er líka að hugsa út í áhrif bakgrunns á liti í texta og myndum. Allar myndir verða að standa út úr og allur texti verður að vera auðlesanlegur. Bjartir og sterkir litir geta látið standinn standa út úr og að sama skapi skal forðast að blanda saman svipuðum litum eins og hvítum og gulum, sem erfitt er að greina í sundur, sér í lagi úr fjarlægð.

 

5.Samskiptaleiðir: Að lokum er mikilvægt við hönnun standsins að hafa í huga hvernig á að birta samskiptaleiðir. Það er sérstaklega mikilvægt á sýningum, ráðstefnum og vörukynningum þar sem þú nærð ekki að tala við alla sem mæta. Þessar upplýsingar segja viðskiptavinum hvernig er best að hafa samband við þig ef þeir vilja vita meira um það sem þú býður upp á. Taktu fram heimasíðu, símanúmer og netfang, í það minnsta eitthvað af ofantöldu. Heimilisfang eða samfélagsmiðlar, eins og Twitter, Facebook eða Instagram geta gefið viðskiptavinum auknar leiðir til þess að nálgast þig. Samskiptaleiðir eru oftast hafðar neðst á standinum í auðlesanlegu letri og á stað sem auðvelt er að koma auga á.

Roll Up standur getur gert kraftaverk ef hann er fallega hannaður með réttum skilaboðum.

Við hjá Fjölprenti getum aðstoðað þig við val á roll up stöndum og hannað standinn. Endilega heyrðu í okkur í síma 581-4141 eða sendu okkur tölvupóst á fjolprent@fjolprent.is.