Hvað gefur Roll Up standur þér?
Roll Up standar, stundum kallaðir Pull Up standar eða gardínur, eru ein besta færanlega auglýsingaleiðin. Gestir á vörusýningum sjá líklega ekkert jafn reglulega og Roll Up standa og það er ástæða fyrir því. Einnig henta þeir mjög vel í vörukynningar í búðum, námskeið, ráðstefnur, veitingastaði og svo lengi mætti telja. Roll Up standur getur haft jákvæð áhrif þína markaðsherferð með því að veita viðskiptavini stuttar en hnitmiðaðar upplýsingar um þitt merki og þína vöru eða þjónustu.
Ef þú ert að leita af fyrirferðar- og kostnaðarlítilli leið til að koma þínum skilaboðum á framfæri eru Roll Up standar rétta leiðin. Hér mér lesa bloggfærslu um hvað þarf að hafa í huga þegar hanna á Roll Up stand.
Einfaldleiki í fyrirrúmi
Roll Up standar eru léttir, færanlegir, traustir og tilbúnir í notkun hvenær sem þú þarft á þeim að halda. Afar einfalt er að setja þá upp og taka saman, þú einfaldlega tekur stuðningssúluna í sundur, festir hana á botninn, dregur síðan gardínuna úr botnstykkinu og krækir efst á súluna og Roll Up standurinn er tilbúinn. Eftir að standurinn hefur sinnt sínu er álíka einfalt að taka hann saman, einfaldlega endurtekur uppsetninguna nema aftur á bak.
Fyrirferðarlítil auglýsing
Pláss kostar peninga og er oft af skornum skammti því eru stórir og miklir auglýsingastandar sem taka mikið gólfpláss ekki alltaf í boði.
Þar sem standarnir eru í fullkominni hæð fyrir gangandi vegfaranda og passlega breiðir eru þeir frábær leið til þess að koma upplýsingum til skila án þess þó að taka of mikið gólfpláss.
Einnig eru Roll Up standarnir mjög fyrirferðalitlir í geymslu þar sem gardínan rúllast inn í standinn og stuðningssúlan brotnar saman í sömu breidd og standurinn. Allt kemur þetta í sérstökum burðartöskum með handfangi og axlaról sem auðvelda geymslu og flutning á stöndunum.
Eins og nýr
Roll Up standurinn er hannaður þannig að grafíkin rúllast inn í botnstykkið og helst þannig varin í geymslu og flutningum. Standurinn heldur því ryki, vatni, ljósi og óhreinindum frá því að prentunin verði fyrir skemmdum á meðan standurinn er ekki í notkun.
Við prentum alltaf á hágæða efni sem krumpast ekki og hleypir ekki í ljósi í gegnum sig, sem gerir það að verkum að grafíkin er alltaf auðlesanleg, allir litir eru sterkir og bjartir og prentunin er alltaf eins og ný.
Endingargóðir
Roll Up standar hafa mjög langan líftíma og gefa þér mikið fyrir peninginn þar sem þeir geta verið notaðir aftur og aftur. Engu máli skiptir þó skilaboðin séu úrelt eða ný markaðsherferð taki við því ekkert mál er að skipta um prentun í standinum, þú einfaldlega kemur með standinn til okkar og við prentum nýja grafík fyrir þig skiptum um.
Eftir þínu höfði
Roll Up standarnir koma í mörgum mismunandi breiddum allt frá 85 cm til 150 cm, algengasta breiddin er þó 85 cm. Engin takmörk eru fyrir því hvað hægt er að prenta á standana, hvort sem það er mikill texti eða stór ljósmynd.
Roll Up standur hjálpar þér að standa upp úr á atburðinum og virkar sem auka starfsmaður í að kynna þína vöru eða þjónustu.
Við hjá Fjölprenti getum aðstoðað þig við val á Roll Up stöndum og hannað í standinn. Endilega heyrðu í okkur í síma 581-4141 eða sendu okkur tölvupóst á fjolprent@fjolprent.is.