Fánar

Fánar

Útifánar eru ein vinsælasta og áhrifaríkasta leiðin til að kynna fyrirtæki, viðburði eða vörumerki. Fánarnir eru prentaðir á hágæða, vottaðan textíl úr 100% pólýester með háþróaðri bleksprautuprentun.

Strandflögg

Strandflögg eru vinsæl og áberandi auglýsingavara sem nýtur mikilla vinsælda á viðburðum, sýningum, hátíðum og tónleikum, bæði innandyra og utandyra. Fjölbreytt úrval af stærðum ásamt auðveldri uppsetningu, geymslu og flutningi gerir þessa fána að einni algengustu auglýsingalausninni í dag.

Golfflögg

Golf flögg er nauðsynleg leið til að sýna holustaðsetningar á golfvöllum og á sama tíma frábært auglýsingapláss fyrir þitt merki.

Borðfánar

Borðfánar eru ómissandi hluti af ráðstefnum, fundum og öðrum samkomum. Þeir eru mikið notaðir af bæjarfélögum, fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og klúbbum.

Hátíðarfánar

Hátíðarfánar eru mjög frábrugðnir hefðbundnum fánum, sem eru hannaðar til útinotkunar í alls kyns veðrum. Hátíðarfánar eru hins vegar notaðir innandyra í fundarsölum og opinberum höfuðstöðvum eða við sérstök tilefni. Þeir eru ekki einungis tákn fyrir samtökin eða fyrirtækin sem þeir tilheyra – þeir eru í mörgum tilfellum táknmynd þeirra.

Leikjafánar

Við sérsmíðum leikjafána með litum og merki félagsins ásamt texta að óskum. Fullkomnir fyrir viðburði, bikarleiki, keppnisferðir, verðlaunaafhendingar og til að skipta á við gestalið frá erlendum félögum.

Íslenski fáninn

Fáninn okkar er tákn stolts og sjálfstæðis, og þegar kemur að íslenska fánanum er gæði efnisins lykilatriði. Fáninn er saumaður úr sérvöldu efni sem er sérstaklega hannað til að standast íslenskar aðstæður – hvort sem er í roki, rigningu eða sól.

Regnboga fáninn

Regnbogafáninn er tákn fjölbreytileika, jafnréttis og samstöðu. Þessi prentaði fáni er framleiddur úr vönduðu efni með hágæða prentun sem tryggir skarpa og skæra liti. Hann er fullkominn fyrir viðburði, skreytingar eða sem táknrænn stuðningur í hversdagslífinu.

Shopping Cart
0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða