Gluggafilmur

Sandblástursfilmur

Sandblásin gluggafilma er tilvalin lausn fyrir skrifstofur, verslanir og heimili sem vilja aukið næði án þess að útiloka dagsbirtu. Sandblástursfilman hefur svipað útlit og sandblásið gler og er frábær fyrir fundarherbergi, skilrúm eða verslanir sem vilja bæði stílhreint útlit og aukið næði.

Sólarfilmur

Sólin er frábær, en of mikið af henni getur valdið óþægindum – hátt hitastig, glampi og skaðlegir UV-geislar geta gert rými óþægileg og aukið orkukostnað. Með hágæða sólarfilmum færðu skilvirka lausn sem bætir innivistina, dregur úr hita og veitir friðhelgi án þess að loka fyrir dagsbirtuna.

Öryggisfilmur

Öryggisfilmur eru hannaðar til að styrkja gler, draga úr hættu á meiðslum og veita aukið öryggi fyrir heimili, skrifstofur og fyrirtæki. Þessar sterku filmur halda glerbrotum saman við álag, hvort sem um er að ræða innbrot, skemmdarverk eða óvænt högg. Með öryggisfilmum geturðu verndað bæði eignir og fólk á einfaldan og áhrifaríkan hátt.

Speglafilmur

Spegilfilma er frábær lausn fyrir þá sem vilja auka næði, minnka hitamyndun og bæta útlit bygginga. Með speglandi yfirborði kemur hún í veg fyrir að utanaðkomandi sjái inn á daginn, á meðan þú nýtur óskertrar dagsbirtu innan frá.

Shopping Cart
0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða