Íslenski fáninn saumaður 225×162
Íslenski fáninn
Fáninn okkar er tákn stolts og sjálfstæðis, og þegar kemur að íslenska fánanum er gæði efnisins lykilatriði. Fáninn er saumaður úr sérvöldu efni sem er sérstaklega hannað til að standast íslenskar aðstæður – hvort sem er í roki, rigningu eða sól.
Hágæða efni fyrir lengri endingartíma
Fáninn er gerður úr slitsterku, veðurþolnu pólýester efni sem heldur lit sínum og lögun jafnvel eftir langvarandi útiveru. Sterkir saumar tryggja að hann rifni ekki auðveldlega, og efnið er bæði létt og þægilegt í meðhöndlun, sem gerir fánann fullkominn fyrir flaggstangir, viðburði eða skreytingar.
Fánadagar
1.janúar
Nýársdagur
Föstudagurinn langi
Páskadagur
Sumardagurinn fyrsti
1.maí
Verkalýðsdagurinn
Hvítasunnudagur
Sjómannadagur
17.júní
Þjóðhátíðardagurinn
11.október
Fæðingardagur forseta
16.nóvember
Fæðingardagurinn Jónasar Hallgrímssonar
1.desember
Fullveldisdagurinn
25.desember
Jóladagur
Reglur og umgengni
Umgengni
Öllum er heimilt að nota hinn almenna þjóðfána, enda sé farið að lögum og reglum, sem um hann gilda. Æskilegt er að almenningur dragi fána á stöng á fánadögum, þá daga sem ríkisfáninn er hafður uppi á opinberum byggingum. Fánann má nota við öll hátíðleg tækifæri, jafnt þau sem tengjast einkalífi sem önnur eða á sorgarstundum, þá dreginn í hálfa stöng.
Fánatími
Fána skal eigi draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og skal hann að jafnaði eigi vera lengur uppi en til sólarlags og aldrei lengur en til miðnættis.
Ef flaggað er við útisamkomu, opinbera athöfn, jarðarför eða minningarathöfn, má fáni vera uppi lengur en til sólarlags eða svo lengi sem athöfn varir, en þó aldrei lengur en til miðnættis.
Þvottur
Einnig fá senda fánana frá okkur í þurrhreinsun.
Fánastöng og fánastærð
Þegar fánastöng er reist á jörðu skal leitast við að hafa hlutfall milli stærðar fána og lengdar fánastangar við hæfi. Æskilegt er að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar. Ef stöng er upp af húsþaki, sé hún þrisvar sinnum breidd fánans að lengd, en 2 og 1/2 sinnum, ef hún er skáhallt út frá húsvegg, en stöng, sem myndar rétt horn við húsvegg, sé tvöföld breidd.
150x108 cm
Íslenski fáninn-
Hentar fyrir 6 metra stöng
-
Hentar fyrir 8 metra stöng
225x162 cm
Íslenski fáninn-
Hentar fyrir 8 metra stöng
-
Hentar fyrir 10 metra stöng
250x55 cm
Íslensk fánaveifa-
Hentar fyrir 8 metra stöng
-
Hentar fyrir 10 metra stöng



