Bílamerkingar

Bílamerkingar eru frábær leið fyrir fyrirtæki til að gera sitt merki sýnilegt. Merktir bílar virka eins og auglýsingaskilti sem ferðast um bæinn, sama hversu stór bíllinn er. Smæstu bílar geta vakið athygli og skapað góða ímynd fyrir þitt merki, séu þeir vel merktir.
Með því að keyra fallega merktan bíl um göturnar ert þú að auglýsa þitt fyrirtæki eða þína þjónustu til þúsunda mögulegra viðskiptavina á hverjum degi.

Hvort sem þú þarft lítið merki á hurð bílsins eða heilmerkingu á stóran bílaflota getum við komið til móts við þig og aðstoðað við að auka sýnileika þíns merkis á götunum á fallegan og skilmerkilegan hátt.

Við notum eingöngu bestu mögulegu efnin

Útskorin merki, hálfmerking eða heilmerking

Stundum er heilmerking á bíl of mikið fyrir skilaboðin eða fjármagn þíns fyrirtækis. Þú getur samt sem áður notað bílinn sem markaðstæki með hálfmerkingu eða útskornum vínilstöfum.

Útskorin vínil merki

Útskorin vínilmerki eru algengasta aðferðin við bílamerkingar á Íslandi. Sú aðferð er ódýrasta aðferðin af þeim þrem sem ofantaldar eru og hentar vel til að merkja bíla með merki fyrirtækis og texta.

Merkið eða textinn er þá tölvuskorinn úr vínilfilmu í réttum lit. Við búum yfir góðu úrvali af litum og getum alltaf fundið rétta litinn fyrir þitt merki og þín skilaboð.

FP-bilamerkingar-skurdur

Hálfmerking

Ef þú vilt einblína á ákveðinn hluta bílsins eða fá útlitskosti heilmerkingar fyrir minni kostnað er hálfmerking frábær lausn. Þú getur fengið ákveðin svæði bílsins heilmerkt. Algengt er að fá afturhlera og hluta hliða bílsins í hálfmerkingu.

FP-bilamerkingar-half

Heilmerking

Heilmerking á bíl þekur allt lakk bílsins með merkingu og breytir bílnum þínum í áberandi og öfluga auglýsingu. Heilmerkingarnar okkar skila óaðfinnanlegu útliti fyrir þinn bíl, jeppa, rútu eða flutningabíl. Heilmerking er áhrifamikil og býður upp á mikla möguleika í hönnun á útliti þíns vörumerkis og skilaboðum.

Sérfræðingar okkar í merkingum geta merkt alla hluti þíns bíls og unnið með samskeyti, beygjur og línur bílsins þannig að útkoman verði það óaðfinnanlega útlit sem þú leitar eftir. Heil- og hálfmerkingar skila eftirtektarverðri lausn fyrir þig til að ná til tilvonandi viðskiptavina.

FP-bilamerkingar-heil

Götuð gluggafilma

Þegar bíll er hálf- eða heilmerktur er algengt að rúður bílsins séu einnig merktar til að fullkomna heildarútlit bílsins.

Rúðurnar eru merktar með sérstakri gluggafilmu sem er götuð og þá sést vel út úr bílnum í gegnum filmuna en ekki inn í bílinn. Það gerir það að verkum að filman skilar prenti vel og virkar einnig sem varnarráð gegn óprúttnum aðilum fyrir verðmæti innihaldi bílsins, þar sem illa sést inn í hann.

Bílamerkingar auka sýnileika

Megin ástæðan fyrir bílamerkingum er að auka sýnileika þíns rekstur á sama tíma og þú ferð ferða þinna yfir daginn. Okkar bílamerkingar haldast óaðfinnanlega í hvaða veðri sem er, sýna mikilvægar upplýsingar um þinn rekstur og ver lakk bílsins fyrir nuddi og upplitun, sem gerir þær að frábærri langtíma fjárfestingu fyrir þinn rekstur.

Ekki hafa öll fyrirtæki fastar höfuðstöðvar sem bjóða upp á skiltamerkingar. Þá eru það sumir sem vinna að heiman eða einfaldlega þurfa ekki aðstöðu og þá geta bílamerkingar verið eina leiðin til að koma upplýsingum um þjónustu eða vöru þíns fyrirtækis fyrir augun á viðskiptavinum, hvert sem þú ferð.

Bílamerkingar auka traust

Bílamerkingar gegna því hlutverki að auglýsa fyrirtæki og auka traust viðskiptavina. Ef þú rekur fyrirtæki sem gengur út á það að fara heim til viðskiptavina eins og til dæmis iðnaðarmenn, lásasmiðir eða ræstitæknar þá byggir þitt fyrirtæki að miklu leiti á trausti viðskiptavina, að þeir geti treysti því að þú sért sá sem þú segist vera. Merktur bíll frá Fjölprenti sýnir að þú sért lögmætur fulltrúi þíns fyrirtækis og gerir viðskiptavininum auðveldara fyrir að byggja upp traust gagnvart þínu fyrirtæki.

Ferlið

Ráðgjöf

Hvert verk inniheldur fría ráðgjöf þar sem við förum yfir þínar hugmyndir, markmið og áætlaða notkun. Út frá því komum við með hugmyndir sem passa þínum bíl og þinni notkun.

Ráðgjöf

Hvert verk inniheldur fría ráðgjöf þar sem við förum yfir þínar hugmyndir, markmið og áætlaða notkun. Út frá því komum við með hugmyndir sem passa þínum bíl og þinni notkun.

Hönnun

Hönnunarteymi okkar tekur við hugmyndunum og útbýr próförk fyrir þig til að sjá hvernig lokaútkoman verður. Notast er við nákvæma tölvuteikningu af þínum bíl. Á þessu stigi er möguleiki fyrir þig að koma með breytingar á útliti, stærð, litum eða letri. Okkar markmið er að þú sért jafn stolt/ur af bílamerkingunni og við.

Hönnun

Hönnunarteymi okkar tekur við hugmyndunum og útbýr próförk fyrir þig til að sjá hvernig lokaútkoman verður. Notast er við nákvæma tölvuteikningu af þínum bíl. Á þessu stigi er möguleiki fyrir þig að koma með breytingar á útliti, stærð, litum eða letri. Okkar markmið er að þú sért jafn stolt/ur af bílamerkingunni og við.

Prentun

Þegar útlitið er nákvæmlega eins og þú vilt hafa það förum við í framleiðslu á merkingunum. Hvort sem þær eru prentaðar eða útskornar notum við eingöngu allra bestu efni sem völ er á.

Prentun

Þegar útlitið er nákvæmlega eins og þú vilt hafa það förum við í framleiðslu á merkingunum. Hvort sem þær eru prentaðar eða útskornar notum við eingöngu allra bestu efni sem völ er á.

Álíming

Þegar búið er að gera merkingarnar klárar fyrir bílinn þinn tekur álímingar teymið okkar við þeim. Það teymi er með áratuga langa reynslu í bílamerkingum og sér til þess að merkingin sé óaðfinnanleg.

Álíming

Þegar búið er að gera merkingarnar klárar fyrir bílinn þinn tekur álímingar teymið okkar við þeim. Það teymi er með áratuga langa reynslu í bílamerkingum og sér til þess að merkingin sé óaðfinnanleg.

Hreinsun og uppfærsla

Þó merkingarnar okkar séu sterkar og endingargóðar er hægt að fjarlægja eða uppfæra þær með réttum aðferðum og tólum, sem er að sjálfsögðu þjónusta sem við bjóðum upp á.

Hreinsun og uppfærsla

Þó merkingarnar okkar séu sterkar og endingargóðar er hægt að fjarlægja eða uppfæra þær með réttum aðferðum og tólum, sem er að sjálfsögðu þjónusta sem við bjóðum upp á.

Hafðu samband

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða