Hátíðarfánar

Hátíðarfánar frá Fjölprenti eru einstaklega vandaðir og skipa ávallt heiðursess hjá fyrirtækjum og stofnunum. 

Hátíðarfánana er hægt að fá prentaða annað hvort með stafrænni prentun eða silkiprentun. Silkiprentunin skilar sterkari litum en á einungis við ef um fáa liti er að ræða Stafræna prentunin er hagstæðari og hentar vel ef prentunin er í mörgum litum eða um heilmerkingu er að ræða. 

Hátíðarfánarnir eru ávalt afhentir tvöfaldir með 10 cm kögri í þeim lit sem óskað er eftir. Fánarnir eru einnig afhentir á þverslá með handsmíðuðum gylltum viðarhnúðum og satín bandi með dúskum til að hengja á vegg eða hátíðarfánastöng sem einnig er fáanleg hjá okkur.

Hátíðarfánarnir eru afhentir í hlífðarplasti til að verja fánana í geymslu.

Hannaðu þína hátíðarfána

Þú getur hannað þína hátíðarfána í hönnunartólinu og gengið frá pöntun á einfaldan og fljótlegan hátt.

Smelltu á takkan hér að neðan til að hanna og panta þína hátíðarfána.

Hafðu samband

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða