Skiltakerfi

Innanhús skiltakerfi eru mikið notuð og í raun nauðsynleg leið til að leiðbeina og upplýsa fólk um stærri fyrirtæki, stofnanir, flugvelli, spítala, verslunarmiðstöðvar og fjölbýlishús svo eitthvað sé nefnt.

Þegar einstaklingur kemur inn í nýtt rými leitar hann eftir leiðbeiningum á veggjum og nánasta umhverfi sem eru yfirleitt í formi skiltakerfa. Þetta gerir hann bæði til að staðsetja sig og átta sig á því hvert hann á að fara. Skiltakerfin frá Fjölprenti eru hönnuð til að falla vel inn í umhverfið en á sama tíma að vera áberandi á þeim stöðum þar sem þau þurfa að vera vel sýnileg.

Fjölprent býður upp á skiltakerfi frá Vista. Vista er leiðandi í framleiðslu á skiltakerfum og hafa áratuga reynslu í skiltakerfum sem skilar sér stöðugri vöruþróun og hágæða efnum. 

Hafðu samband við sölumann sem leiðbeinir þér í gegnum það hvaða kerfi hentar þínum þörfum best.

Íbúatöflur

Fjölprent er leiðandi í gerð íbúataflna í fjölbýlishúsum og hafa starfsmenn okkar sett upp íbúatöflur víða. 

Íbúatöflurnar eru hannaðar þannig að auðvelt er að lesa á þær og afar einfalt er að skipta um nöfn þegar nýir eigendur koma inn í húsið.

Upplýsingaskilti

Eins og nafnið gefur til kynna eru þetta skilti úr skiltakerfi sem veita upplýsingar um til dæmis rýmið sem skiltið vísar til eins og salernismerki á almenningssalerni, hvaða starfsmaður starfar á tiltekinni skrifstofu eða reykingar bannað svo eitthvað sé nefnt. Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að útfærslum og möguleikum í upplýsingaskiltum.

Leiðarvísar

Leiðarvísar er líklegast sú tegund skilta sem þú hefur oftast séð í gegnum ævina en það eru skiltin sem leiða þig til dæmis í gegnum flugvelli, spítala, skóla og stærri stofnanir.

Skiltakerfi í formi leiðarvísa eru nauðsynleg aðferð á fjölförnum stöðum til að leiða viðskiptavini og starfsfólk á rétta staði til að koma í veg fyrir ráðaleysi, óöryggi og neikvæða ímynd gagnvart stofnuninni eða fyrirtækinu sem heimsótt er eða unnið er í.

Hafðu samband

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Apply Coupon