Gluggamerkingar
Við hjá Fjölprenti getum með sanni sagt að þegar kemur að gluggamerkingum eru fáir með jafn mikið úrval og jafn mikla þekkingu. Hvort sem þig vantar sólarfilmur í glerhýsi, sandblástursfilmu í íbúðarhús eða heilmerkingu í búðarglugga þá getum við aðstoðað þig.
Sandblástursfilmur
Sandblástursfilma er nægilega gegnsæ til þess að hleypa ljósi í gegnum sig en á sama tíma er ekki hægt að sjá í gegnum hana og veitir hún því næði þar sem á þarf að halda. Hægt er að fá texta eða grafík útskorna í filmuna og eru möguleikarnir endalausir. Sandblásturfilma veitir glæsilegt og fallegt útlit á ódýran hátt.
Mörg fyrirtæki nota sandblástursfilmu til þess að veita næði í skrifstofurýmum ásamt fundarherbergjum. Einnig er vinsælt á heimilum að merkja anddyrisglugga með nöfnum íbúa ásamt skrauti með sandblástursfilmu.
Fjölprent notar eingöngu gæða sandblástursfilmur til útskurðar og býður upp á 10 ára ábyrgð á filmum sem við setjum upp.
Hægt er að sjá verð, hanna sína eigin filmu og ganga frá pöntuna með því að smella á takkan hér
Skoðaðu hugmyndir að munstri hér:
Leiðbeiningar um uppsetningu á sandblásturfilmum:
https://fjolprent.is/product/leidbeiningar-um-uppsetningu-a-sandblasturfilmum
Sólarfilmur
Sólarfilmur útiloka u.þ.b. 80% af hita sólarinnar og draga úr UV geislum um 99%. Sólarfilmurnar halda gegnsæi rúðunnar og dreifa ljósinu á eðlilegan hátt. Filmurnar geta því spilað stórt hlutverk í því að auka á þægindi í því rými þar sem þær eru notaðar.
Hvað sólarfilma gera fyrir þig
- Endurvarpar 80% af sólarorkunni
- Útilokar 99% útfjólublárra geisla
- Dregur úr hita um allt að 12°
- Gerir sólarbirtuna þægilegri
- Dregur úr upplitun á húsgögnum
- Veitir rispuvörn á rúðum
Fjölprent hefur upp á að bjóða mikið úrval af sólarfilmum bæði með tilliti til litatóna og styrkleika.
Fjölprent notar eingöngu gæða sólarfilmur og býður upp á 10 ára ábyrgð á filmum sem settar eru upp af okkur.
Prentaðar gluggafilmur
Ef þú ert með verslun eða skrifstofu með gluggum, glerveggjum eða móttökuborði ættir þú nýta þetta dýrmæta pláss til að kynna tilboð, þjónustu, viðburði eða opnunartíma með prentuðum eða útskornum gluggafilmum. Gluggamerkingar geta laðað að gangandi vegfarendur sem heillast af spennandi tilboðum eða einfaldlega fallegu útliti fyrirtækisins.
Fjölprent er með margar útfærslur af prentuðum gluggamerkingum, hvort sem þær eiga að límast innan á glerið eða utan frá.
Límdúkur
Hægt er að fá þín skilaboð prentuð á hvítan eða glæran límdúk. Áprentaður, glær límdúkur veitir gegnsæi í gegnum prentið á meðan áprentun á hvítan límdúkur er auðlesanlegri. Á meðan hvítur límdúkur er límdur utan á glerið er hægt að líma glæran límdúk jafnt innan sem utan.
Áprentaður límdúkur er lang vinsælasta leiðin fyrir fyrirtæki til að merkja glugga og gler með merkjum, skilaboðum og skrauti, jafnt langtíma sem og tímabundnum merkingum eins og útsölumerkingum eða árstíðamerkingum.
Útskornir stafir eða merki
Ef merkja á glugga með texta eða einföldu merki er algengt að skera út stafi úr fyrirfram lituðum filmum. Fjölprent er með mikið úrval af öllum helstu litum til að skera út þitt merki.
Götuð gluggafilma
Filma sem hefur þá eiginleika að hún er sirka 50% götuð sem gerir það að verkum að einungis sést í aðra áttina í gegnum filmuna, það sést út en ekki inn.
Áprentuð götuð filma gefur möguleika á því að heilmerkja rúður með skilaboðum til viðskiptavina sem standa fyrir utan á meðan þeir sem eru fyrir innan sjá vel út.
Öryggisfilmur
Verndaðu þína eign á hagkvæman hátt gegn innbrotum og slysum. Öryggisfilmur veita dýrmætan tíma til að halda úti óviðkomandi aðilum sem kunna að reyna að brjótast inn á þitt heimili eða fyrirtæki og verndar þannig eignir þínar og einstaklinga.
Glerhurðir og glergluggar eru auðveldustu innkomuleiðirnar á heimili og í fyrirtæki ásamt því að skapa lang mestu hættuna ef gler brotnar. Öryggisfilmur eru hannað til þess að halda glerinu saman og koma þannig í veg fyrir að glerbrot fljúgi um eignina og eyðileggi hluti eða það sem verra er, að glerbrot skaði fólk.
Fjölprent býður eingöngu upp á gæða öryggisfilmur og veitir 10 ára ábyrgð á filmum sem settar upp af fyrirtækinu.