Gluggamerkingar

Gluggamerkingar

Fjölprent býður uppá allskyns merkingar fyrir glugga svo þitt fyrirtæki geti verið áberandi. Sandblástursfilmur, hvítir og glærir límdúkar ásamt götuðum límfilmum.

Sandblástursfilma

Sandblástursfilma er nægilega gegnsæ til þess að hleypa ljósi í gegnum sig en á sama tíma er ekki hægt að sjá í gegnum hana og veitir hún því næði þar sem þess þarf á að halda. Hægt er að fá texta eða grafík útskorna í filmuna og eru möguleikarnir endalausir. Sandblásturfilma veitir glæsilegt og fallegt útlit á ódýran hátt.

Mörg fyrirtæki nota sandblástursfilmu til þess að veita næði í skrifstofurýmum ásamt fundarherbergjum, einnig er vinsælt fyrir heimili að merkja anddyrisglugga með nöfnum íbúa ásamt skrauti með sandblástursfilmu.

Hægt er að panta sandblástursfilmur hér

Sólarfilma

Sólarfilmur útiloka u.þ.b. 80% af hita sólarinnar og draga úr UV geislum um 99%. Filmurnar halda gegnsæi rúðunnar og dreifa  ljósinu ekki á óeðlilegan hátt. Filmurnar spilar því stórt hlutverk í þægindaaukningu rýmis sem þær eru notaðar í.

Hvað sólarfilma gera fyrir þig

  • Endurvarpar 80% af sólarorkunni
  • Útilokar 99% útfjólublárra geisla
  • Dregur úr hita allt að 12°
  • Gerir sólarbirtuna þæginlegri
  • Dregur úr upplitun á húsgögnum
  • Veitir rispuvörn

Límdúkur

Hægt er að fá þín skilaboð prentuð á hvítan eða glæran límdúk. Áprentaður glær límdúkur veitir gegnsæi í gegnum prentið á meðan áprentun á hvítan límdúkur er auðlesanlegri. Á meðan hvítur límdúkur er límdur utan á glerið er hægt að líma glæran límdúk jafnt innan sem utan.

Áprentaður límdúkur er lang vinsælasta leiðin fyrir fyrirtæki að merkja glugga og gler með merki, skilaboðum og skrauti, jafnt langtíma eða tímabundnum, eins og útsölumerkingar eða árstíðamerkingar.

oneway2

Götuð filma

Filma sem hefur þá eiginleika að hún er sirka 50% götuð sem gerir það að verkum að einungis sést í aðra áttina í gegnum filmuna, það sést út en ekki inn.

Áprentuð götuð filma gefur möguleikann á því að heilmerkja rúður með skilaboðum til viðskiptavina sem standa fyrir utan á meðan þeir sem eru fyrir innan sjá vel út.