Segulmottur
Fjölprent býður upp á prentun á segulmottur með mattri eða glansandi áferð. Segulmottur sem ætlaðar eru til notkunar utandyra eru varðar með plastfilmu sem ver prentið gegn upplitun og hnjaski. Segulmottur er hægt að nota sem tímabundna bílamerkingu. Dæmi um það eru Æfingarakstursmiðar.. Segulmottur eru einnig vinsælar sem merkingar á ísskápa og tússtöflur.
Segulmotturnar eiga að festast á hreint, þurrt og slétt undirlag til að tryggja hámarks festu.