Uppsetning á sandblásturfilmum

Fjolprent_fidrildi

Leiðbeiningar um uppsetningu á sandblásturfilmum

Til að tryggja að þú fáir sem mest út úr vörunni viljum við biðja þig að lesa vel þessar leiðbeiningar. Sandblástursfilman kemur í tveimur eða þremur lögum ef svo má að orði komast. Fyrst kemur hvítur pappír, síðan kemur filman sjálf og síðast er límfilma sem leggst ofan á filmuna ef það er munstur eða texti á filmunni.

SKREF 1: Hreinsið glerið vel. Ekkert kusk, hár eða fingraför mega vera á glerinu.

SKREF 2: Setjið vatn og tvo dropa af uppþvottalegi í spreybrúsa. Úðið á glerið þannig að það sé vel blautt.

SKREF 3: Takið pappírinn af filmunni, passið að filman klessist ekki saman og spreyið jafnt yfir límflötinn á filmunni.

SKREF 4: Setjið filmuna á glerið og stillið af, notið sköfu (t.d. bankakort) til að ná öllu vatninu undan filmunni.

SKREF 5: Eftir sólarhring má taka hvítu filmuna af. Gott er að ná henni af ef hún er bleytt með vatni. Notið úðabrúsa til þess.

Hér er gott myndband sem sýnir hvernig setja á upp filmuna:

 https://www.youtube.com/watch?v=Yu2gE22hYWo

Vonandi nýtur þú filmunnar, ef þú lendir í einhverjum vandræðum endilega hafðu samband.

Gangi þér vel.

 

Pantaðu þínar filmur og hannaðu hér:

https://fjolprent.is/product/sandblastursfilmur/

Skoðaðu hugmyndir að munstri hér:

https://fjolprent.is/munstur/

 

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í verslun
      Bæta við afsláttarkóða