Fánastöng 10 metra

SKU: F190-10210

10 metra fánastöng úr trefjaplasti sem er einstaklega sterkbyggð og mótuð í einu lagi til að tryggja hámarksstyrk og endingu.
Stöngin er kónísk, hún er 140mm neðst þar sem hún er þykkust og grennist upp í 65mm.

Fánastöngin eru húðuð með einstaklega harðri gelhúð í hvítum lit, sem veitir þeim glansandi og slitsterkt yfirborð sem endist í áraraðir. Hún eru afhent fullbúin með glæsilegum gylltum toppi, sterkri snúru, krækjum og undirstöðu með löm. Lömin gerir það auðvelt að leggja stöngina niður fyrir þrif og viðhald.

Af hverju Flagmore? 

Úrval – Söluaðilar Flagmore eiga alltaf til á lager alla auka- og varahluti sem þarf til í viðhalds á fánastöngum.

Gæði – Ending og gæði skipta öllu máli þegar kemur að fánastöngum.
Til að tryggja stöðuga framleiðslu er framleiðsluferli Flagmore ISO 9001 og ISO 14001 vottað. 

Ending – Flagmore fánastangir koma með 10 ára ábyrgð frá viðurkenndum söluaðilum.
Ábyrgðin nær til brota í glassfibernum miðað við eðlilega notkun.

Stuðningur – Söluaðilar Flagmore fá ítarlega kennslu um Flagmore fánastangir
og geta því svarað öllum þínum spurningum þegar kemur að Flagmore fánastöngum og aukahlutum.

Verð – Þótt ótrúlegt megi virðast þá, þrátt fyrir alla punktana hér að ofan,
eru Flagmore með samkeppnishæft verð á sínum stöngum sem skilar sér í lágu verði til kaupanda. 

Kostir glerfíber

Glerfíber er létt efni með mikið vindþol og gefur meira eftir en ál eða stál, á sama tíma er það mun léttara. Það tærist ekki og með slitsterkri gelhúð halda stangirnar sínu glansandi og fallega útliti í fjölda ára. 

Fánastangir úr glerfíber eru ákaflega léttar í flutningi og einfaldar í uppsetningu. Þrátt fyrir að við mælum ekki með því, getur einn maður sett upp 10 metra háa glerfíber fánastöng.

Fánastangirnar þurfa aldrei að vera málaðar. Þær koma í klassískum hvítum lit sem passar vel inn í hvaða umhverfi sem er. Auk þess er hægt að sérpanta þær í mörgum öðrum litum. Þar sem liturinn er hluti af yfirborðinu, flagnar hann ekki né dofnar með tímanum.

Glerfíber fánastangir eru því frábær valkostur fyrir alla sem vilja fá sterkar, léttar og endingargóðar fánastangir með viðhaldsfríu og fallegu yfirborði.

Hæð Topp ummál Botn ummál Fiber þykkt Vindprófað með fána Vindprófað án fána Þyngd Verð
6 metrar 65 mm 120 mm 3 mm 31 m/sek 63 m/sek 15 kg 64.900 kr
8 metrar 65 mm 120 mm 3 mm 28 m/sek 47 m/sek 18 kg 84.900 kr
10 metrar 65 mm 140 mm 3,5 mm 32 m/sek 51 m/sek 29 kg 107.900 kr

Leiðbeiningar um uppsetningu

Skref 1

Grafið holu í jörðu.
Ummál minnst 30 sm.
Dýpt minnst 85 sm.

Skref 2

Nú er komið að því að festa
undirstöðurnar. Við mælum
með því að í holuna sé settur
blikkhólkur.

Skref 3

Jarðfestingu komið þar fyrir og fyllt með steypu og möl eða sandi.

Skref 4

Athugið að stilla hæð og afstöðu þannig að hægt sé að fella stöngina án þess að hún snerti tré, runna, hús eða annað.

Skref 5

Gæta vel að þjappa vel að
jarðfestingunni (Sökklinum).

Skref 6

Að lokum er holan hulin með
mold eða möl.

Skref 7

Húnn, lína og línufesting er sett upp á fánastöngina. Fánastöngin er höfð útafliggjandi.

Skref 8

Koma fánastönginni fyrir á hjarirnar og stöngin reyst upp. Götin fara yfir boltan,
rærnar settar á og hert að.

Skref 9

Athugið að herða rærnar aftur eftir u.þ.b. 30 daga.

Sækja skjal

Smelltu hér til að sækja uppsetningarskjal.

Aukahlutir

Tengdar vörur

Tengdar vörur

  • Fánastangir

    Fánastöng 8 metra

    84,900 kr. með vsk. Bæta í körfu
  • Fánastangir

    Fánastöng 6 metra

    64,900 kr. með vsk. Bæta í körfu

Hafðu samband

Drag & Drop Files, Choose Files to Upload
Shopping Cart
2
  • Vöru bætt í körfu
2
Karfan þín
Fánastöng 6 metra
Verð:52,339 kr.
- +
52,339 kr.
Fánastöng 8 metra
Verð:68,468 kr.
- +
68,468 kr.
    Bæta við afsláttarkóða