Gefum gömlum fánum nýtt hlutverk
Við hjá Fjölprenti státum okkur af því að notast ávallt við bestu mögulegu efnin í okkar framleiðslu og eru fánaefnin engin undantekning á því.
Efnið er sterkt og endingargott, enda hannað til að blakta í 6 til 10 metra hæð, í hvaða veðrum sem er, í marga mánuði í senn.
Fjölprent prentar á u.þ.b. 5.000 fermetra af fánaefni á ári hverju.
Við getum ekki sagt með vissu hvað verður síðan um alla þessa fermetra eftir að fáni hefur lokið sínu mikilvæga starfi og er farinn að láta á sjá.
Að öllum líkindum enda þeir í almennu ruslafötunni.
Í stað þess að henda þessu sterka og dýrmæta efni viljum við endurnýta það.
Fjölprent og Fánapokar hafa gert samning um samstarf með það að markmiði að veita fánum umhverfisvænt framhaldslíf.
Fjölprent mun þannig bjóða fyrirtækjum, stofnunum og félögum að koma með gömlu og notuðu fánana til okkar og fá fyrir vikið 10% afslátt af nýjum fánum.
Við tökum gömlu og notuðu fánana og komum þeim í hendurnar á fyrirtækinu Fánapokar
þar sem þau endurnýta fánaefnið með því að sauma úr þeim fjölnota poka, eins og innkaupa poka, dósa poka og poka undir dagblöð.
Ásamt því að fá afslátt af nýjum fánum þegar þú skilar þeim gömlu færðu afsláttarkóða fyrir fánapoka í netverslun fanapokar.is
Pokarnir eru: Léttir, sterkir, taka lítið pláss, endingargóðir, endurunnir, íslensk hönnun og framleiðsla ásamt því að vera einstakir því engir tveir pokar eru eins.
Það er okkur vitandi hvergi staðið að endurvinnslu á fánaefni í heiminum í dag og erum við verulega stolt af þessu verkefni
og vonum innilega að sem allra flestir taki þátt í þessu verkefni með okkur og tryggi þannig fánum umhverfisvænt framhaldslíf.
Hafðu samband
Sendu okkur línu hafir þú einhverjar spurningar eða vilt endurnýja fánana á umhverfisvænan hátt.